Með silfurskeið í munni

Hin íslenska þjóð hefur lengi verið svolítið stolt af því að vera hálf amerísk í hugsun á móti hinni norrænu velferð.  Við þykjumst fagna frelsi af hvers kyns tagi en seljum samt enn áfengi á okurverði úr þar til gerðum ríkiseinkasölum.

Annar angi af ameríkuást þjóðarinnar er elska á heimsku fólki.  Fáviska virðist vera talin til dyggða hjá mörgu láglaunafólki sem þrælar myrkranna á milli en kýs samt Sjálfstæðisflokkinn í veikri von um bætt kjör út á lygarnar sem þeim er lofað fyrir kosningar.

Hetjan þeirra er hinn nautheimski silfurskeiðardrengur Engeyjarættarinnar Bjarni Benediktsson formaður flokksins.  Rétt eins og vitgrannir Republikanar sem éta upp heimskuna sem vellur út úr Mitt Romney, þá er vitleysan frá Bjarna boðorð kjósenda íhaldsins.

Hvet fólk til að líta við á http://althingisvaktin.wordpress.com/

Færðu inn athugasemd