Til hvers að hanga hér?

Stundum á síðkvöldum gæli ég við þá hugsun að koma mér af þessum guðsvolaða kletti.  Bara ef ég ætti pening fyrir flugfari af skerinu, þá yrði allt gott á ný.  Hér er ekkert að breytast eftir hrunið.  Spillingin heldur bara áfram að margfaldast.

Mér nægir að fylgjast með samlöndum mínum í umferðinni eða matvörubúðum til að sannfærast um að hér er ekkert að fara breytast til batnaðar.  Þjóð mín er upp til hópa siðlaus og spillt.  Hundheiðin og höll undir kúgun fjórflokksins.

Planið er að safna fyrir one-way-ticket frá Djöflaeyjunni.  Nenni þessu rugli ekki lengur!  Nenni ekki lengur að þiggja æ minni ölmusu úr hendi ríkissins því enginn vill ráða mig í vinnu.  Þrjú ár af niðurlægingu er nægur skammtur.

Færðu inn athugasemd