Ávísun á fordrykk

Hef stundum pælt í því þegar ég hef rennt yfir þéttsetnar myndasíður af opnunum og frumsýningum í blöðunum og á netinu hvað fólk þurfi til brunns að bera svo það fái boðskort á slíka viðburði.

Kannski fær það bara SMS eða tölvupóst.  Eða mætir bara óboðið á staðinn því það telur sig svo merkilegan pappír. Fínt að fá gefins fordrykki fyrir sukk kvöldsins.  Sennilega er skilyrði að vera heimilisfastur í hverfi 101 í Reykjavík.

Færðu inn athugasemd