Ég skil ekki fólk sem fær sér hund eða kött en nennir svo ekki að hugsa um dýrið. Fer í vikuferðalag og skilur greyið eftir með einn dall af þurrmat og annan með vatni. Skilur svo ekki af hverju dýraverndaryfirvöld hafa fjarlægt dýrið þegar þau loks skila sér heim.
Gæludýr þurfa umönnun rétt eins og börn. Treysta algjörlega á eiganda sinn um allt. Sjálfur ólst ég upp með hundum og köttum og sé því hvernig dýrum líður í umsjá eigenda sinna. Sum þeirra myndu vilja vera annars staðar. Ekki er öllum gefið að halda gæludýr.
Myndi vilja vera með kisu en má það ekki. Leigusalinn ræður. Klappa því bara þrettán ára læðunni hennar mömmu við tækifæri. Og köttum á förnum vegi sem kjá sig utan í mig. Kisur eru merkilegir einstaklingar.