Sá glefsu af verðlaunahátíð KSÍ í kassanum þar sem karlarnir fengu handaband en konurnar voru kysstar á kinnina. Hvenær hættir þessi vitleysa eiginlega! Ekki vil ég láta kyssa mig á vangann. Sama hvort kynið á þar í hlut.
Finnst þessi kossaárátta niðurlægja konur. Fyrir ekki svo löngu síðan voru bæðin kynin kysst á báðar kinnar. Sá siður virðist hafa einskorðast við konur þegar fólk flutti úr sveitinni yfir á mölina.
Gott og vel. Hættum þá líka að leyfa miðaldra karlmönnum að sleikja vangana á ungum afrekskonum í knattspyrnu þegar þær standa sig vel og vinna til verðlauna.