Eftir að ég fór að ganga og hjóla flestar mínar leiðir í vor þá get ég varla stigið lengur inn í strætó. Gerði það þó af neyð í gær og dauðsá strax eftir því. Bara kvöl og pína. Skríkjandi framhaldsskólanemar með fætur upp í öllum sætum. Ég mátti standa aftast í vagninum.
Einn af þeim sem fór úr á leiðinni horfði hreinum hatursaugum á mig frá gangstéttinni við biðstöðina þegar vagninn rann áfram framhjá. Veit ekki hvað ég hafði gert á hans hlut. Honum hefur sennilega þótt ég of feitur til að koma út fyrir myrkur.
Fólk kann sig ekki lengur. Kann ekki lengur að hylja hugsanir sínar fyrir öðrum. Slíkt skapar bara óþarfa spennu og ofbeldi. Langaði svo til að hlaupa á eftir gerpinu og kenna honum smá mannasiði. Sá hefði orðið hissa hefði mér tekist það svona feitur og ljótur.