Öfgahægri er ekki Ísland

Iða af gleði yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fylgja í kjölfar hinna bandarísku Republikana og veðja á öfgafullan Teboðsboðskap.  Málstaðar sem mun tapa fyrir Obama í nóvember.

Fyrir það fyrsta þá er Barack Obama ekki múslimi heldur kristinn þrátt lítið trúarlegt uppeldi frá móðurfjölskyldunni og ekkert af hendi föður síns sem var bæði trúleysingi og fjarverandi. Obama er ekki trúarofstækismaður eins og forveri sinn eða Romney.

Enda stendur hvergi í stjórnarskrá Bandaríkjanna að þjóðin skuli vera kristin.  Þar stendur að trúfrelsi skuli ríkja.  Á dollaraseðlana er prentað : „In God We Trust“.  En hvaða guð?

Íhaldið er svo vitgrannt að það fattar ekki að í Bandaríkjunum er engin þjóðkirkja og hefur aldrei verið.  Þar ríkir tært trúfrelsi … nema hjá Teboðshreyfingunni sem vill endurrita sögu eigin lands sér til framdráttar.

Hundheiðnir Íslendingar munu aldrei gleypa við einhverjum Biblíuboðskap af hendi Íhaldsins sem setti allt á hvínandi kúpuna í hruninu. 40% þjóðarinnar munu þó í hugsunarleysi sínu ljá þeim stuðning sinn.  En við hin 60% munum sjá til þess að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki að stjórn landsins næstu fjögur árin í viðbót.

Flokkur sem neitar að iðrast og ganga í gegnum endurnýjun á ekkert erindi að stjórn.  Flokkur sem kerfisbundið losar sig við kvenkyns frambjóðendur á ekkert erindi að stjórn.  Flokkur sem er á móti endurskoðun stjórnarskrárinnar og að þegnarnir hafi meira að segja um stjórn landsins á ekkert erindi við kjósendur.

Færðu inn athugasemd