Gildistöku lyfjalaga hefur verið frestað fram til 1. janúar 2013. Að minnsta kosti þeim hluta sem kveður á um greiðsluþáttöku sjúklinga í lyfjakostnaði. Þurfum því ekki að greiða fullt verð í byrjun og svo stiglækkandi eins og frumvarpið segir til um næstu þrjá mánuði.
Sem er gott því að öryrkjar, lífeyrisþegar og atvinnuleysingjar munu fara á hausinn við að greiða fullt verð í byrjum hvers árs fyrir lyfin sín. Þetta vita stjórnvöld og fresta því gildistökunni undir því yfirskyni að meiri tíma og fé þurfi til að samræma kerfi stofnana.
Til hvers að breyta kerfinu yfirleitt. Ekki til að spara segir Guðbjartur „ég-lofa-upp-í-ermina-á-mér“ Hannesson velferðarráðherra. Heldur til að gera það skilvirkara og sanngjarnara. Fyrir hvern? Fyrir krabbameinssjúka sem munu fyrst núna þurfa að punga út fúlgum af engum ráðstöfunartekjum?
Þoli ekki þegar lagabreytingar eru sykurhúðaðar með lygi. Auðvitað er markmiðið að minnka kostnað ríkissins og auka greiðsluþáttöku aumingjanna sem sárlega þurfa á lyfjunum að halda.
Af hverju sendir Guðbjartur ekki bara einnota skammbyssur til okkar svo við getum skotið okkur í hausinn, því við verðum að velja á milli þess að deyja úr hungri eða södd en án lífsnauðsynlegrar lyfjagjafar?