Helvítis haustið dynur á okkur með kulda og roki. Dröslaðist samt út. Kom við í Nóatúni. Tók miða og fékk strax afgreiðslu í kjötinu meðan tveir durgar sem voru örlítið á undan gerðu sig líklega til að berja mig í gólfið.
Föttuðu svo að þeir höfðu „gleymt“ að taka miða. Eina kerfið sem virkar á Íslandi því við kunnum ekki að standa í röð. Ætluðu sér greinilega að fá afgreiðslu á frekjunni einni saman. Gengur ekki lengur.