Betra líf = hærri skattar

Einungis rúmlega 2.500 manns hafa skrifað undir áskorun SÁÁ um að 10% af 11.200 milljóna áfengisgjaldi renni til þeirra verst settu og barna drykkjusjúklinga.  Varð fyrst hneykslaður á áhugaleysi landans, en skyldi svo ástæðuna:

„Þess vegna vill SÁÁ, samtök áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandenda þeirra, hvetja fólk til að leggja fram frumvarp um sérstakt 10 prósent áfengisgjald sem renni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans.“

Eigum sem sagt að greiða enn hærra áfengisgjald þrátt fyrir að látið sé í það skína að draga eigi upphæðina af núverandi gjaldi. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, skáti og bindindismaður tók af allan vafa í fréttum RÚV í kvöld.

Að fé fengist aðeins með því að hækka áfengisgjaldið enn frekar.  Skattar væru ekki eyrnamerktir sérstökum málefnum.  Ef áfengisgjaldið er ekki eyrnamerkt, því myndi þá hækkun á því skila sér eitthvað frekar til málaflokkssins?  Bjáninn þinn!!!

Ríkið á einfaldlega að láta af því gera sér vandamál fólks að féþúfu og neita svo að skila hluta gróðans til baka.  Láta af þeim ósið að heimta himinháa skatta vegna þess skaða sem áfengi veldur samfélaginu en neita svo að láta téðan skatt bæta vandamálið.

Skattar eiga að vera sundurliðaðir og renna til síns málaflokks.  Bensíngjald til vegagerðar og umhverfismála og svo framvegis.  Þá kannski yrðu þeir lægri og betur nýttir.  Ekki að láta veiðileyfagjald greiða fyrir fangelsi og ferju.

Ég ætla ekki að skrifa undir!

Færðu inn athugasemd