„Hei, feiti karl“ öskruðu tveir 10-12 ára guttar meðan ég kjagaði eftir Álfhólsveginum. Maður hleypti mér yfir götuna en ók svo hægt af stað þegar ég steig fyrir bílinn. Las úr glottinu hans að ég fituhjassinn hefði bara gott af því að ganga aðeins hraðar (annars myndi hann aka yfir mig).
Mér er svo sem sama hvað fólki finnst. En skil um leið aðra of þunga sem þora ekki út fyrir hússins dyr af ótta við háð og spott frá tungum hrjúfum. Hatursfull augnaráð og bendingar. Við eigum greinilega bara að koma út í skjóli myrkurs svo fullkomna fólkið brenni ekki í sér augun.
Hefði ég enn eitthvert skap þá stæði ég í sífelldum slagsmálum við vitgrannt pakk sem getur ekki unað okkur feitu að sjást í björtu. Hefur þetta lið ekkert skárra að gera við tímann sinn?
Hví varstu að kjaga í hægðunum :-) Who gives a fuck hvað öðrum finnst….það nægir að vera sjálfur ánægður með sig….aðrir geta átt sig ;-)
Eddi við erum feitir flottir og fallegir og það er þess vegna sem fólk starir
Ha, ha, ha, „kjaga í hægðum mínum.“ Já, ég var víst frekar syfjaður þegar ég barði saman þetta blogg. Takk fyrir ábendinguna!
Álit vitgrannra fer reyndar ekki lengur í taugarnar á mér. Finnst það bara fyndið og sorglegt í senn. Er sennilega í lagi meðan maður er ekki barinn í buff eins og samkynhneigðir í sumum löndum.
Maður á samt ekki að láta bjóða sér svona dónaskap til lengdar. Annars fýkur sjálfsvirðingin fljótt út um gluggann.