Björt framtíð

Mér sýnist stefna í að skátadrengurinn Guðbjartur Hannesson verði næsti formaður Samfylkingarinnar.  Þar af leiðandi mun ég ekki kjósa kratanna að vori komandi.  Nýtt framboð mun sennilega hljóta atkvæði mitt.  Til að mynda Björt framtíð.

Tómt rugl að merkja við einn af hinum fjórflokkunum í veikri von um að Sjálfstæðisflokkurinn komist ekki aftur að stjórn landsins.  Nær að fylgja eigin sannfæringu og veita nýjum framboðum brautarfylgi.  Þau munu hafa úrslitaráhrif við næstu stjórnarmyndun.

Skaðar ekki að Róbert Marshall hefur gengið til liðs við vin sinn Guðmund Steingrímsson og Heiðu Helgadóttur.  Nýrra áhersla er þörf á Alþingi. Kominn tími til að mín kynslóð láti að sér kveða frjáls af hlekkjum fjórflokksins.

1 athugasemd á “Björt framtíð

  1. Hlýt að hafa verið drukkinn þegar ég skrifaði þessa vitleysu. Auðvitað fer ég ekkert að kjósa hækjuflokk Samspillingarinnar. Dögun er mun líklegri kostur.

Færðu inn athugasemd