Tortryggni

Ég er að eðlisfari frekar tortrygginn náungi.  Trúi flestu illu upp á náungann. Gekk því lengi vel með hníf innanklæða en er hættur því núna.  Kunni ekki við þá tilhugsun að vera stútað án þess að hafa nokkuð til varnar.  Eins gott að ég þurfti aldrei að nota kutann.

Sennilega var/er ég bara haldinn ofsóknarhugmyndum.  Hver myndi reyna að drepa mig kjaftforann fituhlunkinn?  Morð eiga sér þó stað á Klakanum. Menn hafa horfið sporlaust og hvíla nú beinin í djúpum gjótum Hafnarfjarðarhrauns.

Færðu inn athugasemd