Vorhreingerning á Alþingi

Í lengri tíma þóttist ég vera krati. Þeir eru ekki lengur til. Síst af öllu í Samfylkingunni.  Þrátt fyrir það hef ég kosið þá samsuðu í veikri von um að bófaflokkur Bjarna Ben komist ekki aftur að stjórn landsins og sökkvi því endanlega með græðgi sinni.

Af tvennu illu og allt það.  Næst ætla ég þó að leyfa mér að kjósa eitthvert af nýju framboðunum.  Sérstaklega eitthvert sem er ekki útibú frá hinum fjórum gömlu og spilltu.  Það verða engar breytingar til batnaðar ef fjórflokkurinn fær endurnýjað umboð í næstu kosningum.

Landsmálin þurfa á einhvers konar Besta flokki að halda.  Einstaklingum sem eru ekki flokksbundnir margar kynslóðir aftur í tímann.  Fólki sem er ekki útatað í aur og drullu spillingar og mútugreiðsla fyrri tíma.  Hóp kvenna og karla sem reka fleyg í fjórskiptingu þingsins og neyða liðið þar til að taka upp betri vinnubrögð.

Færðu inn athugasemd