Hvar eru allar dúfurnar? Hef ekki séð neina svo árum skiptir. Hafa borgaryfirvöld eitrað svo duglega fyrir þeim að þær sjást ekki lengur á torgum og strætum? Hvers konar hreintrúarstefna er þetta eiginlega!
Þegar ég var gutti þá var varla þverfótað fyrir dúfum. Bróðir minn hélt meira að segja nokkrar í rammgerðum kofa sem pabbi hafði smíðað út í garði. Strákar á hans reki veiddu dúfur út um allan bæ. Mikill metnaður var í ræktuninni. Sumar voru merkilegri en aðrar.
Skil ekki svona hreinstefnu. Dúfur eru ekki fljúgandi rottur eins og sumir telja. Mávarnir eru nær þeirri skilgreiningu. Öskrandi allan daginn og drullandi á hausinn á fólki. Reykjavík telst ekki til evrópskra borga án dúfna.