Frelsið

Sjálfstæðismenn virðast telja að frjálslyndi felist í því að fara frjálslega með peninga annars fólks.  Gefa sig út fyrir frjálslyndi sem stenst enga skoðun því þeir heimta að sitja einir að nýtingu fiskimiða landsins og auðnum sem af þeim hlýst.

Fyrir hverjar kosningar lofar flokkurinn að losa um einokun ríkissins á sölu áfengis til þess að ganga í augun á kaupmönnum og okkur hinum sem nennum ekki lengur að greiða handlegg fyrir smá brjóstbirtu.  Svo gleymist loforðið eða er látið deyja inn í nefnd.

Á pappír birtist íhaldið sem frjálslyndasti flokkur landsins.  Lengra nær það ekki. Sjallar eru flöskuháls á frelsi almennings rétt eins og hinir þrír hlutar fjórflokksins.  Stjórnmálamenn á Íslandi virðast telja sitt helsta hlutverk vera að þvælast fyrir framfararmálum þjóðarinnar.

Færðu inn athugasemd