Óþarfi milliliðurinn

Svo margt er vangefið á Íslandi.  Óþarfa hömlur og girðingar út um allt.  Til hvers er bíleigendum skylt að færa skrjóðinn sinn til skoðunar á árs fresti? Gerir ekkert fyrir öryggi okkar hinna út í umferðinni.  Bílstjórar drepa, ekki blikkbeljurnar sem þeir aka.

Í Bandaríkjunum er engin skoðunarskylda.  Ástand bifreiðarinnar er á ábyrgð eigandans. Lendi hann í árekstri og í ljós kemur að hann hefur ekki sinnt viðhaldinu sem skyldi, þá er bíleigandinn í vondum málum.  Sé hann stöðvaður af lögreglu með óvirkt ljós, fær hann sekt.

Nei, hérna þarf að setja á stofn einhverjar skoðunarstöðvar sem má múta með stórum brjóstum eða frændskap. Eitthvert apparat smíðað til að græða á slóðaskap landans. Milliliður sem kemur málinu ekkert við. Alltaf sama framsóknarmennskan við lýði.

2 athugasemdir á “Óþarfi milliliðurinn

  1. Bifreiðar skoðun er nauðsin miða við mina reinslu af skussunum á islandi hvort sem billin er skoðaður eða ekki ertu ábirgur fyrir ástandi bilsins en án skoðunar myndi flotin fljótt verða bremsulaus eða þaðan af verra

  2. Helmingur flotans er hvort sem er óskoðaður með grænan miða svo mánuðum skiptir. 15.000 kr. sektarákvæði hefur lítið að segja. Bremsur skipta líka litlu máli í íslenskri bavíanaumferð. Hafa engin úrslitaáhrif vegna þess að fæstir Íslendingar nota þær að staðaldri. Stöðva að minnsta kosti aldrei við gangbrautir.

Færðu inn athugasemd