Skjótt skipast veður í lofti

Helgarstormurinn bjargaði Landsbjörgu frá umræðu um gjaldeyrissukk framkvæmdastjórans.  Metsala er á „hjálparkallinum“.  Enda eru Íslendingar hálfvitar upp til hópa sem nenna hvorki að ganga frá heimilum sínum fyrir óveður né drösla GPS-tækjum með sér á rjúpnaveiðar.

Fellibylurinn Sandy virðist einnig, blessunarlega, ætla að gera gæfumuninn fyrir sitjandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama.  Vinsældir hans jukust til muna vegna framgöngu alríkisstjórnarinnar í kjölfar fellibylsins.  Hann sparkaði í rassinn á embættisfólki og sætti sig ekki við neinar afsakanir. Fórnarlömbum skyldi hjálpað umsvifalaust án málalenginga.

Enn er samt mjótt á mununum á milli Obama og Romney.  Spennandi kosninganótt framundan annað kvöld.  Allt getur gerst.

Færðu inn athugasemd