Fésbókin er merkilegur vettvangur. Þar getur fólk fylgst með ættingjum, vinum og kunningjum í dagsins önn. Skoðað myndir. Deilt bröndurum, spakmælum og góðum ráðum. Leiðinlegast finnst mér þó þegar sannfært (heilaþvegið) fólk fyllir miðilinn af skoðunum sínum á trú- og stjórnmálum.
Opna varla Facebook þessa dagana án þess að sjá áróður frá vinum Palestínu eða zíonistum. Hvað kemur okkur þessi endalausa deila við? Við erum Íslendingar. Ekki arabar eða gyðingar að slást á sömu þúfunni í Miðausturlöndum.
Við þurfum ekkert að elta Obama og hans lið í stuðningi þeirra við Ísrael. Hér búa ekki tugþúsundir gyðinga. Við þurfum ekki heldur að styðja Palestínu. Hér er enginn ráðandi hópur múslima.
Í sannleika sagt höfum við ekkert um þetta mál að segja upp á frosinni eyju á miðju Atlantshafi. Fólki er slátrað á hverjum degi úti í hinum stóra heimi án þess að við fáum nokkuð við það ráðið. Síst af öllu sæl og södd sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn. Full af megapizzu og réttlátri reiði.
„Við þurftum ekkert að elta Obama og hans lið í stuðningi þeirra við Ísrael. Hér búa ekki tugþúsundir gyðinga. Við þurfum ekki heldur að styðja Palestínu. Hér er enginn ráðandi hópur múslima.“
Stór hluti Palstínumanna eru reyndar kristnir, og síðan er lítill minnihluti palestínskra gyðinga sem m.a. tekur þátt í starfi andspyrnuhreyfingu þeirra og á sæti á palestínska löggjfafaþinginu.
En auðvitað kemur okkur þetta við.
Árið 1947 kusum við með því að land einnar þjóðar (Palestínumanna) var gefið annari (aðfluttum gyðingum, Ísraelsmönnum). Sem leiddi af sér stofnun ísraelsríkis í Palestínu. Útþennslustefnuna og hernámið sem síðan fylgdi þekkjum við flest.
Þetta atkvæði okkar var e.t.v. litað af því að við höfðum samviskubit eftir Seinni heimsstyrjöldina. Við höfðum tekið þátt í að senda gyðinga sem hingað leituðu tilbaka til Þýskalands – í opin dauðann. Auðvitað hefði frekar átt að stofna Ísrael á t.d. Suðurnesjum, eða annarstaðar í Evrópu, frekar en Palestínu. Reyndar vildu hreyfingar Zíonista (gyðingar sem vildu stofna umrætt sérríki) lengi vel stofna það í Úganda eða Argentínu. Því miður fyrir fólkið í Palestínu lenti það þar – með stuðningi okkar Íslendinga.
Við eigum að styðja við mannréttindi og frelsti til handa bæði Palestínumönnum og Ísraelum – og standa gegn hernáms- og landránsstefnu ísraelskra yfirvalda.
Ísland var fyrsta ríki á vesturlöndum til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Eftir því var tekið.
Eitt að styðja við mannréttindi og frelsi. Annað að skipa sér í lið með annarri hvorri þjóðinni eins og (ísl)enskar fótboltabullur (ofsatrúarliðið á Ómega). Sjaldan veldur einn er tveir deila.