BANNAÐ!

Forræðishyggja er viðbjóðslegt fyrirbæri.  Að eitthvert fólk úti í bæ vilji setja okkur fullorðnu fólkinu fótinn fyrir dyrnar með lagasetningum á Alþingi.  Við erum ekki lengur börn.  Eigum að geta fótað okkur óstudd fyrst æskan og uppeldið eru að baki.

Siv Friðleifs vill banna sígarettur með því að gera tóbak lyfseðilsskylt.  Eins og einhver læknir fari að skrifa upp á slíkt. Katrín Jakobs kom Fjölmiðlastofu á koppinn til að fylgjast með fjölmiðlum landsins.  Ögmundur Jónasson vill banna fjárhættuspil á netinu og setja á stofn Happdrættisstofu til að fylgjast með.

Hvað er eiginlega að þessu liði?!!!  Má fólk ekki reykja í friði og eyða peningum í spilakassa?  Eða spila póker á netinu?  Verður þá ekki líka lokað á EVE Online?  Af hverju þarf stofnun til að fylgjast með fjölmiðlum.  Er ekki ritfrelsi í landinu?  Alltaf skulu svona „afturhaldskommatittir“ sjá ofsjónir yfir öllu.

Blautir draumar núverandi stjórnar munu sjá til þess að hún nær ekki aftur meirihluta í vor.  Kjósendur sættu sig flestir við niðurskurð og skattahækkanir í kjölfar hrunsins, en ekki að samtímis sé þrengt að frelsi þeirra og réttindum.

Færðu inn athugasemd