Fangelsi eru fyrir ofbeldismenn

Gruna stundum sjálfan mig um að vera skrítinn eða undarlegan.  Skil til dæmis ekki af hverju fólk er lokað inni bak við lás og slá fyrir að smygla eiturlyfjum til landsins.  Hérna er um einfalt tollalagabrot að ræða.  Slakið aðeins á!

Skil ekki hvernig samfélagið græðir á því að loka einstaklinga inni sem hafa ekki framið ofbeldisbrot, nauðgað eða myrt.  Er ekki beint ókeypis að halda föngum uppi í mat, húsnæði og menntun.  Koma betur að notum með öklaband úti í samfélaginu.  Eða með áminningarörgjörva um fyrri syndir í vegabréfinu sínu.

Refsigleði á að beita gegn þeim sem beita ofbeldi.  Hnefakögglum miðbæjarins, laushentum heimilisfeðrum, nauðgurum og morðingjum. Þjófar eru aumkunarverðir.  Nægir að vara fólk við þeim á netinu.  Þannig missa þeir sitt kúl og allir passa sig á þeim.

Löngu orðið tímabært að taka í gagnið hinn rafræna gapastokk.  Birta myndir og nöfn þjófa og dópsala.  En sleppa því að loka þetta lið inni upp á frítt fæði, menntun og húsnæði á kostnað ríkissins.

Færðu inn athugasemd