Hef ákveðið að láta Jólin ekki fara eins mikið í taugarnar á mér eins og áður. Tilgangslaust að berjast á móti hátíð barna og kaupmanna. Hef komist að því að andúð mín byggist að mestu upp á ógeði mínu á íslenskum jólalögum. Þoli ekki að heyra þau á rásum útvarpsins.
Ár eftir ár hljóma sömu viðbjóðslegu lögin. Verst þykir mér þegar góð og gild erlend lög hafa fengið íslenskan texta. Kasta bókstaflega upp þegar mér berst til heyrna slík skemmdarverk. Tek fram að Baggalútur og Sigurður Guðmundsson eru algjörar undantekningar sem hrein unun er að hlýða á fyrir hver Jól.
Í desember hætti ég vanalega að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar og set gamla diska yfir geislann eða plötur undir nálina. Eða kaupi áskrift að tonlist.is. Þoli ekki niðurtalninguna að þessum merkingarlausa degi. Hrunið sannaði að hér trúir enginn á Guð.