Lengra erum við ekki komin

Sumir kynbræðra minna missa bæði þvag og saur þegar femínistar kveða sér hljóðs á netinu.  Fara allir í hnút og vörn.  Bregðast við eins og fávitarnir sem þeir í raun eru og hjóla í konur fyrir að voga sér að vega að feðraveldinu sem þeir vilja viðhalda.

Einhver Kjartan Örn Sigurðsson vildi sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kraganum fyrir næstu þingkosningar. Kvaðst vera talsmaður kvenna því hann ætti fjórar dætur og eiginkonu.  Svo skrifaði hann grein með titlinum Rifið í lóðin.  Setning sem flestir tengja við Egil Gillzenegger kvenhatara og fyrrum (enn) grunaðan nauðgara.  Kjartan komst auðvitað ekki á blað.  Skrítið!

Bæði karlar og konur eru orðin leið á kúgun kvenna í íslensku samfélagi. Slíkt er svo mikil tímaskekkja að það hálfa væri nóg.  Aðeins litlir menn vilja viðhalda feðraveldinu. Sjálfselskir gaurar sem telja sig verða að drottna yfir maka sínum og börnum.  Tilveran snýst í kringum þá og enga aðra.

Ég vil draga þessa djöfla afsíðis og kenna þeim mannasiði með hnefanum. Og þá kann einhver að spyrja: Af hverju ert þú ekki sjálfur í sambandi? – Eflaust er ég ekki nógu drottnandi persónuleiki til að konur heillist að mér. Lengra erum við ekki komin!

Færðu inn athugasemd