Ungur nemur, gamall temur.

Finnst frábært að lesa frásagnir á netinu af gömlum pönkurum sem hafa nælt sér í mun yngri konur.  Gamlar, frægar fyllibyttur og kojukallar sem loksins eru tilbúnir að planta sér í stofusófann og dæsa eftir þunga kvöldmáltíð.

Telja sig himinn höndum hafa tekið eftir áratuga framhjáhald frá fyrri konum og barnsmæðrum.  Fatta svo ekki að nýja, yngri konan stundar sama leik um allan bæ þess fullviss að eiga gamlan og þreyttan maka heima.

Færðu inn athugasemd