Fyrir þremur mánuðum átti ég svo skilið Thule fyrir að hafa misst nokkur kíló og komið sykrinum og þrýstingnum niður í norm. Nú er ég ekki svo viss. Stend í stað. Þrátt fyrir allar löngu gönguferðirnar.
Þó um að gera að falla ekki niður í eitthvert þunglyndi. Horfa jákvætt á hlutina. Var nefnilega hræddur um að hafa fitnað eða hækkað í sykri. Var samt öruggur með þrýstinginn því ég veit að hreyfingin heldur honum niðri.
Nú er bara að spýta í lófana og bæta um betur. Koma meiri reglu á lífið. Vakna eins og annað fólk á morgnana og halda svo áfram út daginn. Óregla er óholl. Um að gera að sofa á nóttunni og vaka á daginn.
Hef einnig tekið þá mjög svo erfiðu ákvörðun að hætta að drekka gervigos eins og Coke Light, Coke Zero og Pepsi Max. Bara eitur þó enginn sykur sé í þeim. Ég blæs út og er alltaf svangur. Og get ekki sofnað út af koffeininu.
Loks er það blessuð nartþörfin á kvöldin yfir kassanum. Poppkorn kemur ekki í staðinn fyrir nammi. Líkaminn safnar bara vökva og ég fæ bjúgur. Horfi reyndar ekki á kassann, heldur þætti á netinu. Suss, ekki segja neinum.
Hef haldið aftur af mér upp á síðkastið. Er kominn með þvílíkt gönguþol. Get varla hætt þegar ég loksins dröslast út um dyrnar heima hjá mér. Nú verður enginn klukkutími látinn duga. Tveir tímar minnst á dag.
Hef alltaf fitnað yfir vetrarmánuðina en svo náð skvapinu af mér um sumarið. Má þakka fyrir að halda í horfinu svona skömmu fyrir áramót. Er árangur í sjálfu sér.
jú eddi þú átt skilið einn thule þú átt nefnilega allt gott skilið. að standa í stað er ekki vandamál skrokkurinn að aðlagast og voðvar að styrkjast
nart þorfina leisiru með vinberjum í fristirinn og þá hefuru eitthvað sætt að narta í
en eddi þurfti að lesa þetta yfir nokkru sinnum bara til að vera viss að þetta væri þú að skrifa bara bjartsini i heilum pistil flott hjá þer kall
Já, óvenjulegt að ég sé bjartsýnn. Hvað þá í desember. Skil ekkert í mér. Eflaust hreyfingunni og dagsbirtunni að þakka.