Mislögð vorkunn

Veit ekki með þig, en mér finnst stundum eins og að þorri Íslendinga vorkenni þjófum, morðingjum og nauðgurum.  Skrifi slíka glæpi á æskuglöp, ölvun eða mistök.  Greyið maðurinn átti svo erfiða æsku!

Kemur mér ekkert við.  Trúi ekki á afsakanir.  Annað hvort gerðir þú eitthvað eða ekki. Aðstæðurnar, uppeldið eða ölvunin skipta engu máli. Og þá skaltu líka taka afleiðingunum með reisn.  Sitja út dóminn.  Skammast þín.

Trúi ekki á „tabula rasa“.  Að fólk fæðist sem óskrifað blað.  Sumir eru einfaldlega fæddir illir og með skítlegt eðli. Uppeldi og aðstæður skipta þar engu máli.  Útrásarvíkingarnir voru/eru siðblindir upp til hópa.

Best væri að skjóta þá í hnakkann eins og gert er við óða hunda.

Færðu inn athugasemd