Söngur

Ég syng í sturtu.  Jafnvel stundum yfir uppþvottinum.  Veit ekki hvort gaulið hljómi vel í hlustum annarra.  Kemur mér ekki við.  Syng til að létta lundina. Rétt eins og  hinir svörtu þrælar Suðurríkjanna forðum daga.

Fólk á ekki að skammast sín fyrir að bresta allsgátt í söng.  Söngur er náttúrulegt og ódýrt geðlyf gegn depurð og framtaksleysi.  Til að losa um tilfinningahömlur og erfiðleika í sálarlífinu.

Í æsku hlýddi ég í laumi á mömmu syngja með heimilisstörfunum.  Veit ekki hvort hún vissi af mér.  En mikið söng hún vel með útvarpinu.  Vonandi hef ég erft snefil af röddinni hennar.

Færðu inn athugasemd