Loksins opnar Bónus í grennd við mig niður á Nýbýlavegi. Annar hver kjaftur Kópavogs mættur á svæðið ásamt mér. Umferðaröngþveiti. Allar kerrur í notkun. Næstum kýldur út við innganginn. Hvað er að fólki!
Varla þess virði að aka hverfa á milli fyrir nokkur opnunartilboð á nammi og gosi. Sjálfur kom ég gangandi og fékk næstum jeppa upp í afturendann. Tvær ungar og glæsilegar konur með skellandi hæla og fangið fullt af vörum reyndu að troðast fremst í raðirnar.
„Hvers konar skipulag er eiginlega á þessari röð?“ æpti önnur þeirra pirruð. „Hvar er hraðkassinn?“ urraði hin hálfu verri. Sást skömmu seinna undir tómhentar iljarnar á þeim. Guð veit hvar vörurnar þeirra enduðu. Sennilega ofan í einhverjum frystinum.
Vogaði mér aftur rétt fyrir lokun í gær á öðrum degi opnunar. Sama geðveikin í gangi nema að þær skapstirðu á hælunum voru fjarri góðu gamni. Róast vonandi bráðum ástandið því að staðsetningin er alveg frábær og búðin flott.