Löggan stormaði inn í spilavíti og handtók einhverja gaura fyrir að græða á fjárhættuspilum. Miðað við fréttaæsing sjónvarpsstöðvanna mætti halda að þarna hefðu verið á ferð stórhættulegir ofbeldismenn; nauðgarar eða barnaníðingar.
Leiðréttu mig ef ég fer með fleipur, en eru spilakassar á vegum góðgerðarsamtaka og háskóla ekki fjárhættuspil? Eru happdrætti og skafmiðar ekki fjárhættuspil? Er Lottó ekki fjárhættuspil? Er bingó ekki fjárhættuspil.
Hérna er einfalt skattalagabrot á ferðinni. Þeir gáfu ekki upp tekjur sínar til skatts vegna þess að ríkið er svo tvöfalt í roðinu að aðeins sumir mega brjóta lögin undir yfirskyni góðgerðarstarfssemi. Þar af leiðandi fer pókerinn bara í felur.