Svangir munnar

Þrammaði gjörsamlega yfir mig í gær.  Sem er gott mál.  Sérstaklega í svona vetrarstillu undir heiðskírum himni.  Getum víst ekki kvartað í borginni.  Auð jörð og við frostmark.

Nálægt göngubrúnni fyrir neðan Stekkjarbakka við Elliðaárdal er lítið hús kallað Skálará. Þar hlupu á móti mér heilu skararnir af gæfum kanínum og gæsum.  Héldu greinilega að ég ætti eitthvað handa þeim.  Átti fótum mínum fjör að launa samtímis sem ég fékk sting í hjartað yfir vesalings svöngu málleysingjunum.

Færðu inn athugasemd