Ánægja mín er blandin með tilkomu Bónus í túnfótinn hjá mér. Reiknaði ekki með að krumpudýrin myndu leggja sjoppuna undir sig. Hefði getað sagt mér það fyrir fram því bílastæðin eru svo nálægt útidyrunum. Sem er alveg kjörið fyrir aldrað fólk með stafi, hækjur og göngugrindur.
Hélt að ég myndi aldrei komast í gegnum verslunina í gær. Var allsstaðar blokkeraður af þrennum eldri hjónum sem siluðust áfram um gangana og pössuðu sig á að enginn kæmist fram hjá. Auðvitað sagði ég ekki neitt eða frekjaðist. Kann mig þótt óþolinmóður sé.