Skaupið

Leggjum heykvíslunum og teljum upp á hundrað áður en við förum að tjá okkur um Skaupið.  Horfum á það í annað sinn áður en við förum að tjá okkur.  Hægt að gera það á sarpinum á ruv.is og youtube.com.

Raunar bráðfyndið að kommentaraddir dv.is bregðist hvað harðast við ádeilunni sem þau fengu.  Skilja ekki enn þá að orð þeirra má nota í dómsmálum gegn þeim.  Að ummæli á netinu séu jafngild og undirskrift fyrir dómi.  Orð bera ábyrgð.  Meitlið þau í stein áður en þið birtið þau sem athugasemdir á dv.is.

Og fyrir ykkur hin.  Er forsetinn ekki valdasjúkur?  Hefur ritstjóri Moggans ekki formann Sjálfstæðisflokksins í hundaól?  Er þjóðin ekki með líkamsrækt á heilanum og notar öpp og netið til að nudda árangri sínum framan í vini sína og vinnufélaga?  Er dóttir útvarpsstjóra ekki búin að taka íþróttadeildina yfir vegna þess að hún er „hæfust“?  Langar Steingrími Joð ekki að ráða yfir öllu landinu?

Skaupið á að vera beitt ádeila.  Annars er ekkert varið í það.  Nöldurseggir og neikvæðir einstaklingar eiga bara að gera eitthvað annað meðan það er á dagskrá.

Færðu inn athugasemd