Fokk! Ég verð fertugur eftir rúma tvo mánuði. Var tvítugur rétt í gær eða fyrradag. Hvað varð um síðustu tuttugu ár? Bjartsýnn gekk ég út í heiminn með stúdentspróf upp á vasann. Tók mér hinsvegar sæti á hliðarlínunni og hóf biðina eftir lífinu. Gerðist áhorfandi í stað þess að taka þátt. Þorði ekki og tapaði næstum sjálfum mér í tómu rugli og vitleysu.
Get loksins horfst aftur í augu við sjálfan mig án þess að líta undan af skömm. Hausinn er að skrúfast aftur á herðar mér. Eitthvað nýtilegt er þar enn eftir. Hef sæst á að lífið er núna en ekki einhvern tíma seinna. Glataðar stundir koma aldrei aftur. Ekki óttast. Gríptu daginn!