Formannskjör

formannskjörEinhvern tíma hefði ég kosið formann Samfylkingarinnar.  Ekki lengur.  Er nokkuð sama hvor þeirra taki við af Jóhönnu af Örk.  Í illgirni minni vil ég samt að Árni Páll hafi sigur.

Guðbjartur er búinn að svíkja svo illilega öryrkja, eldri borgara og atvinnulausa.  Og hjúkrunarfræðinga með dæmalausri hækkun á forstjóra spítalanna.  Fari hann og veri.

Ég treysti varlega mönnum sem dreypa aldrei á áfengi.  Þeir hafa einhverja aðra og verri mannlega bresti.  Eitthvað ljótt að fela.

Færðu inn athugasemd