Nú er orðið ljóst að stjórnarandstaðan ætlar að halda uppi málþófi í kringum stjórnarskrármálið. Tylliástæða til að lama þingið. Okkur lýðnum er fyrir löngu orðið ljóst að þingheimur mun aldrei samþykkja tillögur stjórnlagaráðs. Þrátt fyrir að þjóðin hafi skipað honum með þjóðaratkvæðagreiðslu að gera svo.
Og þar sem er vitað að þingheimur hlýðir ekki þjóðarvilja, þá er kosning um inngöngu í ESB tómt mál. Við vitum að engu skiptir hvernig þjóðin kýs. Þingið og /eða ríkisstjórnin mun snúa niðurstöðunni sér í hag.