Vertíð gegn barnaníðingum

Við Íslendingar erum vertíðarþjóð.  Tökum allt í skorpum og með áhlaupum. Nú er komið að barnaníðingunum.  Eða bara meintum níðingum. Heykvíslarnar og kyndlarnir eru komin á loft.

níð2Sölvi með Málið náði tveimur í síðasta þætti.  Þeir voru í yfirheyrslum í gær en sleppt að þeim loknum.  Sá yngri er alveg örugglega búinn að missa vinnuna óháð sekt.

Hef aldrei skilið þessa áráttu lögreglunnar að handtaka grunaða menn fyrir framan vinnufélaga og draga þá út í járnum.  Nægir ekki að þeir fái frí og mæti af sjálfsdáðum.  Að þeir sinni boði lögreglunnar.

Af hverju er þessi niðurlæging nauðsynleg?  Þú ert saklaus uns sekt er sönnuð.  Hvorki lögreglan né dómsyfirvöld eru óskeikul.  Sýnum aðeins meiri nærgætni og fagmennsku.  Grunaðir barnaníðingar eiga jafnvel slíkt skilið.

Merkilegast finnst mér að þessir tveir sem Sölvi náði eru báðir giftir og feður. Annar orðinn afi.  Svo er alltaf verið að fetta fingur út í einstæðinga eins og mig.  Að níðingar séu helst barnlausir og án maka.  Bull og vitleysa!!!

Færðu inn athugasemd