Langur og dimmur janúar að baki. Hélt að honum myndi aldrei ljúka. Icesave sennilega búið og allt á uppleið samkvæmt ríkisstjórninni. Vúppí dú!!! Dreymdi að Árni Páll mun vinna formanninn. Varla verri martröð en Guðbjartur gufa.
Þjóðin skiptist í „I told you so“ og samningamenn sem segjast enn hafa rétt fyrir sér. Öll höfum við unnið. Enginn hefur tapað. Verstir eru þó þeir sem kannast ekki við að hafa kosið JÁ og eru að slá sér upp með okkur meirihlutanum sem sögðum NEI. Geta ekki staðið með sannfæringu sinni. Þola ekki að tapa.
Júróvisjónlagið valið á morgun. Vínbúðir munu fyllast og grill dregin undan vetrardúkum. Gott ef sólin mun ekki skína. Kominn tími til að fagna eftir drungalega ársbyrjun. Sparka árinu almennilega í gang.