Eflaust er ég eitthvað skrítinn í hugsun en mér finnst asnalegt þegar miðaldra menn á Íslandi sem stunda Cross Fit taka sér nafn fræknustu fallhlífarsveit Bandaríkjahers í seinna stríði; Easy Company, 2nd Battalion, 506th PIR, 101st Airborne.
Sveitin sú er í aðalhlutverki í Band Of Brothers bálki Tom Hanks og Steven Spielberg. Þessir menn hentu sér út úr DC3 Douglas flugvélum (þristum) yfir Frakklandi í gegnum loftvarnarskothríð og vélbyssur nóttina fyrir D-Day (6. júní 1944). Og héldu sigurgöngu sinni áfram til stríðsloka.