Kynslóðaskipti

Sjálfur var ég ekki einn af þeim fáu sem kaus nýja forystu Samfylkingarinnar en líst samt ágætlega á kynslóðaskiptin.  Jóhanna var að draga flokkinn niður í síkið með hatri sínu á Sjálfstæðisflokknum sem mun leiða næstu stjórn hvort sem okkur líkar eður ei.

Árni Páll og Katrín geta kannski minnkað sjokkið með því að ganga í eina sæng með hrunflokknum.  Jafnað út græðgina og eftirsjána eftir 2007. Skárra en að Framsókn endurnýji samstarfið og keyri landið endanlega niður til Helvítis með helmingaskiptum og einkavinavæðingu.

Færðu inn athugasemd