Ég veit ekki best. Svo mikið er ljóst. Þess vegna finnst mér asnalegt að afskrifa álit nær fjörtíu prósent þjóðarinnar sem ætlar sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í vor. Þrátt fyrir ríka aðkomu þeirra að hruninu.
Hatur og hefnigirnd færir okkur ekkert áfram. Sem þjóð verðum við að vinna saman til að krafsa okkur upp úr kreppunni. Gott og blessað að íhaldið vill ekki viðurkenna neina sök. Það er þeirra innanbúðarmál. Þeirra samviska.
Ný forysta Samfylkingarinnar er tilbúin til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Jóhanna af Örk er hætt og gengin í raðir ellilífeyrisþega. Hefðu Guðbjartur og Oddný verið kosin þá hefði horft öðruvísi við.
Hleypum ekki Framsókn að kjötkötlunum. Þrátt fyrir að sá flokkur hafði rétt fyrir sér í Icesavedómsmálinu gagnvart EFTA. Við höfðum nefnilega flest rétt fyrir okkur þvert yfir flokkslínur.