Vinkonur

Einhverju sinni var ég að eltast við stelpu á Þjóðhátíð í Eyjum.  Gekk svo sem allt vel framan af en tók að syrta í álinn þegar vinkonur hennar mættu á svæðið.  Ein þeirra þurfti mikið að velta fyrir sér gömlum vandamálum einmitt þegar allir aðrir voru að skemmta sér konunglega í Dalnum.

Stelpan í sigtinu neyddist til að setjast niður með vinkonu sinni og hlusta á hve heimurinn væri henni ósanngjarn.  Ég reyndi að sýna þeim þolinmæði langt fram eftir nóttu en gafst loks upp.  Komst að þeirri augljósu niðurstöðu að Þjóðhátíð snerist um skemmtun en ekki trúnaðarskeið.

Af hverju eyðileggja stelpur fyrir vinkonum sínum á djamminu?

Færðu inn athugasemd