Ömurlegast við fulltrúalýðræði er hve margir vafasamir karakterar slæðast með hinum fáu góðu inn á Alþingi. Einn mögulegur í vor er svo sannfærandi verjandi og áberandi í umræðunni að óhætt er að kalla hann talsmann nauðgara og misyndismanna á Íslandi.
Eflaust eðalnáungi sem í gegnum umræðuna er orðinn að fulltrúa þeirra sannfærðu karla sem trúa að nauðgun sé lagatæknilegt atriði. Misskilningur milli aðila. Smáatriði sem á ekki heima innan veggja dómsala.