Síldarævintýri

Þá vitum við það!  Ekki er ráðlegt að þvera firði.  Þrátt fyrir vitneskjuna á að blæða sex milljónum í vöktun fjarðarins.  Halló!  45 þúsund tonn af síld hafa kafnað þar nú þegar.

Á þessi vakt að koma í veg fyrir frekara tjón?  Lóðsa síldina frá firðinum og aftur út á haf?  Hvernig væri nú nota aurinn til að ljúka verkinu og loka firðinum svo meiri síld villist ekki þar inn í opinn dauðann!  Varla verður fjörðurinn afþveraður úr þessu.

Verður gaman að vita hvar þessar sex milljónir enda.  Sennilega hjá einhverjum gæðingi eða flokksfélagi.  Af hverju biðja fjölmiðlar aldrei um sundurliðun þegar ráðherrar eru að lofa fjármagni út og suður?

Færðu inn athugasemd