Fæ alltaf hroll þegar birtast myndir frá sértrúarsöfnuði þeim sem nú heldur landsfund niður í Laugardalshöll. Minnir mig svo illilega á samkomur nasista á fjórða áratug síðustu aldar í Þýskalandi. Heill sé þér formaður vor! Heil Bjarni!
Þarna sitja sautjánhundruð og eitthvað sauðir jarmandi sama sönginn: 2007, 2007, tvöþúsundogsjö. Við viljum fá 2007 aftur svo við getum farið að eyða eins og apaheilar og endurnýjað Reinsana okkar.
Verst er að meira en þriðjungur þjóðarinnar ætlar að kjósa þessa vitleysinga yfir sig í vor. Og fimmtungur Framsókn svo að það er eins gott að fara undirbúa sig undir næsta hrun. Ekki eignast neitt og alls ekki safna í séreignarsparnað sem mun bara brenna upp á græðgisbáli þeirra sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin.
Eitt vinstra kjörtímabil dugir ekki til að laga þá brunarúst sem var skilin eftir átján ára stjórn íhaldssins. Trúum ekki þessu rugli. Hér verður ekkert hægt að lækka skatta á næstunni. Eða byggja nýtt sjúkrahús. Peningarnir eru ekki til og enginn vill lána okkur þá eins og fyrir hrun.
Bjarni talar bara með rassgatinu á sér. Klæjar að komast í stjórn til að leggja niður Sérstakan saksóknara og Fjármálaeftirlitið. Svo mun hann jarða drögin að nýrri stjórnarskrá og fara í Landsdómsmál við Steingrím og Jóhönnu fyrir að hafa farið í dómsmál gegn Geir Haarde.
Ég sé óveðursskýin hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Dökk og dimm með ásjónur Bjarna og Sigmundar Davíðs glottandi við tönn og græðgisblik í augum.
Guð hjálpi Íslandi, því ekki gerum við það sjálf, þessi þjóð jarmandi sauða á leið til slátrunar.