Skipulögð glæpasamtök

Fyrir mér eru stjórnmálaflokkar lítið annað en skipulögð glæpasamtök. Sérstaklega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem hafa skipt á milli sín gæðum landssins áratugum saman.

Í Þýskalandi er nasistaflokkurinn bannaður.  Mér finnst leitt að við skulum ekki hafa bannað íhaldið og fjósafasistana eftir hrunið.  Þessir flokkar leiddu okkur til glötunar rétt eins og fótgönguliðar Hitlers.

Síðustu fjögur ár voru okkur erfið en merkilegt nokk erum við eina landið sem er að rísa úr öskunni í Evrópu eftir hrunið.  Og hvernig gerðum við það? Með vinstri stjórn.  Hægri stjórn hefði endanlega sökkt íslensku samfélagi. Og mun því miður takast það eftir komandi kosningar.

Fólk er fífl!  Þið fáið það sem þið kjósið.  Ekki fara að væla þegar hrunflokkarnir falla í sama far og áður og taka til við að mergsjúga samfélagið.  Þegar þeir taka til við að svíkja kosningarloforðin og sigla okkur inn í nýtt hrun.

Færðu inn athugasemd