„Í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, Noregi og Svíþjóð, er aðgengi að áfengi svipað og hér“ jarmar kórinn sem sér ofsjónir yfir því að fullorðið fólk fái sér í glas endrum og eins.
Af hverju erum við alltaf að bera okkur saman við leiðinlegri Norðurlöndin? Vorum við ekki undir stjórn Dana? Af hverju erum við ekki líkari þeim? Hvað er að því að selja áfengi í matvöruverslunum og miða innkaupaaldurinn við 18 ára aldur?
Hér er allt að drukkna í eiturlyfjum og eina svar stjórnvalda er að hækka verð á áfengi enn frekar og herða sóknina gegn sjálfþurftarbúskap nokkurra hasshausa. Ættu frekar að þakka þeim fyrir að spara gjaldeyrir þjóðarinnar.
Stríðið gegn áfenginu tapaðist í Chicago á fjórða áratug síðustu aldar. Stríðið gegn eiturlyfjum er einnig löngu tapað. Kominn tími til að lögleiða draslið og skattleggja. Taka stjórnina úr höndum glæpamanna og losna við ofbeldið. Ekki það að pólítíkusar séu eitthvað minna glæpahyski.