Haltu á ketti hvað það var gaman úti í veðrinu og snjónum. Þrælaði mér út í fæðisleit þegar aðeins fór að lygna. Flaug þrisvar á hausinn og sneri öklann en það skemmdi ekki fyrir.
Einn jeppakarlinn stöðvaði og bauð mér far. Hefur sennilega vorkennt mér. Ég svaraði til að það væri allt of gaman úti í snjónum til að sitja í bíl og afþakkaði því farið.
Skil ekki vælið í fólki. Ef bíllinn festist þá er nærtækast að nota lappirnar til að komast á milli staða. Vont veður í miðri borg er ekki það sama og óveður út í óbyggðum. Litlar líkur á að við verðum úti í mannmergðinni.