Ég minnist orða eins samnemanda míns í MK á föstudagsfundi inn á sal: „Lýðræði er ekki alltaf besti kosturinn.“ Skil fyrst núna hvað hann meinar. Fulltrúalýðræðið mun koma okkur í gröfina við næstu kosningar. Svo einfalt sem það nú er.
Íslendingar eru fífl upp til hópa sem kjósa yfir sig þá vitleysinga sem lofa hvað mestu. Nema síðast þegar við vissum að einhver þurfti að hreinsa upp viðbjóðinn eftir hrunið. Sjálfur myndi ég kjósa aftur annan hvorn þeirra flokka ef ekki væri fyrir meðhöndlun þeirra á stjórnarskrárfrumvarpinu.
Eðli þingmanna virðist vera að vilja ENGAR breytingar á stjórnarskránni því núverandi skjal veitir þeim frelsi til að sukka og svínast eins og þeir vilja. Að veita lýðnum meiri völd er eitur í beinum þingmanna. þess vegna neyðumst við til að leggja Alþingi tímabundið niður til að koma nýrri stjórnarskrá fólksins í gegn.
Allt of lengi hefur þingheimur verið úr takti við vilja fólksins í landinu. Enda í vinnu fyrir elítuna en ekki hinn almenna launþega. Þess vegna gufaði skjaldborgin um heimili landssins upp eins og dögg fyrir sólu. Þingmenn fá augljóslega feita dúsu frá skilanefndum bankanna í ómerktum umslögum.
Persónulega finnst mér löngu tímabært að byssukjaftarnir fái að gelta að þessum spillingaröflum sem halda þorra þjóðarinnar niðri með græðgi sinni og frekju. Í flestum löndum væri búið að móta steypuklump um fætur þessa aðila og sökkva þeim í hafið.
En nei, ekki hér. Við elskum greinilega að láta taka okkur í ósmurt rassgatið og erum stolt af því. Nándin er of mikil. Allir þekkja flesta. Enginn vill taka fyrsta skrefið og kaupa sement og sand.