Vorið virðist ætla að koma snemma hér á suðvesturhorninu eftir annars mildan vetur. Að því gefnu að páskahretið láti okkur í friði. Smáfuglar eru byrjaðir að syngja hver í kapp við annan undir morgun.
Annars er nú líklega of snemmt að byrja að fagna. Ísland á það til að læðast aftan að okkur. Jafnvel í maí eða júní með snjó og kulda. Við búum víst á miðju Atlantshafi.