Skápaflokkar

Sögur ganga í hæstu hæðum Hollywood að John Travolta og Tom Cruise séu skápahommar.  Og hvað með það!  Verra að þeir mega ekki koma út úr skápnum vegna tengsla sinna við Vísindakirkjuna.  Hollywood er jafn þröngsýnt.

Stofnandi safnaðarins mátti reyndar sitja undir svipuðum kjaftasögum. Bandaríkjamenn eru alveg stórkostlegir með þennan feluleik sinn gagnvart kynhneigð.  Sérstaklega Republikanar.

Svona svipað og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn.  Er einhver þar innanborðs opinberlega kominn út úr skápnum?  Nú er almenn vitneskja að vissir þekktir aðilar íhaldssins eru samkynhneigðir.  Óþarfi að nefna nokkur nöfn.

Ég gæti aldrei kosið flokk hvers meðlimir mega ekki vera þau sjálf. Umburðarlyndi samfélagsins ætti að vera orðið nóg fyrir fólk til að segja skilið við skápinn fyrir fullt og allt.  En nei, ekki hjá afturhaldsflokkunum tveimur.

Færðu inn athugasemd